Dansandi ljóð er “ljóðasaga" sem Edda Þórarinsdóttir leik- og söngkona hefur samið og byggir hún á ljóðum úr bókum Gerðar Kristnýjar Guðjónsdóttur; Ísfrétt, Launkofi, Höggstaður og Strandir. Í Dansandi ljóðum er sögð ævisaga konu frá fæðingu til fullorðinsára. Átta leikkonur túlka líf hennar, ástir og örlög í ljóðum, dansi og tónlist.
Ljóðskáld: Gerður Kristný Guðjónsdóttir.
Tónskáld og flytjandi: Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúlu)
Höfundar hreyfinga: Ingibjörg Björnsdóttir og Ásdís Magnúsdóttir.
Leikmynda- og búningahöfundur: Helga Björnsson
Leikstjóri: Edda Þórarinsdóttir
Leikarar:
Bryndís Petra Bragadóttir, Helga E Jónsdóttir, Júlía Hannam,
Margrét Kristín Sigurðardóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir
Þjóðleikhúskjallaranum 11. 12. og 15. maí 2019. og í janúar 2020
Konur og krínólín er leikhúsgjörningur sem var endursýndur í Þjóðleikhúskjallaranum í janúar 2020
KONUR OG KRÍNÓLÍN! Sprellfjörugur gjörningur á tískupöllum Leikhúskjallarans - með dúndrandi tónlist, dansi og heimspekilegum vangaveltum um það t.d. hvernig konur hafa látið draga sig á asnaeyrunum (eða korselettunum) af tískugúrúum heimsins í aldaraðir!
eftir Odd Björnsson í leikstjórn Sveins Einarssonar var haldinn í Hannesarholti 26. apríl og 28. apríl 2019.
Þrettánda krossferðin er síðasta verk Odds og að margra dómi hans merkasta og torráðnasta. Leikstjórinn Sveinn Einarsson fylgdist með tilurð verkisns, en hann og Oddur unnu saman að ýmsum verkum til dæmis Dansleik. Krossferðin var sýnd í Þjóðleikhúsinu fyrir 20 árum. Líkt og annað stórvirki, Sonur skóarans og dóttir bakarans eftir Jökul Jakobsson fjallar verkið í kjarna sínum um heimsfrið, samið í skugga kjarnorkusprengna og Vietnamstríðs en þvi miður á boðskapur þess ekki síður við en þegar það fyrst kom fram.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson.
Leikarar: Andrés: Kjartan Darri Kristjánsson. Stefán: Albert Halldórsson. Seppi: Alexander Dante Erlendsson. Antonio /Bóndinn / Gógó/ Skemmtannastjórinn: Jakob Þór Einarsson. Manolo/ Munnkur/ Diogenes / Diddi: Þór Tulinius. Frúin/ Skessan: Arndís Hrönn Egilsdóttir. Klukku Kalli Karl./ Biskupinn: Þorsteinn Gunnarsson. Álfadrottning./Guðrún dóttir skemmtanastjóra /. Stúlka: Íris Tanja Flygering. Bóndakona: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
eftir Odd Björnsson í leikstjórn Þórunnar Magneu Magnúsdóttur var haldinn í Hljóðbergi 28. og 31. mars 2019.
Leikendur voru: Esther Talía Casey, Hjalti Rúnar Jónsson, Hlynur Þorsteinsson, Íris Tanja Flygenring, Jakob Jónsson, Jóhanna Norðfjörð, Kjartan Darri Kristjánsson, Kristín Pétursdóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir, Þór Tulinius og Ólafur Ásgeirsson, sem vantar á myndina.
eftir Odd Björnsson var leiklesinn fimmtudaginn 7. mars 2019 í Hannesarholti.
Dansleikur var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1974 undir leikstjórn Sveins Einarssonar.
Þáttakendur í leiklestrinum í Hannesarholti voru:
Leikstjóri: Jakob S. Jónsson
Sögumaður: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikarar: Alexander páfi - Sigurður Skúlason. Sesar, sonur hans - Orri Huginn Ágústsson. Jóhann, sonur hans - Kjartan Darri Kristjánsson. Lúkrezía, dóttir hans - Esther Talía Casey. Salóme, huggun hans - Íris Tanja Flygenring. Attendolo, fursti - Jakob S. Jónsson. Mirandolo/Delesta, hertogi - Hlynur Þorsteinsson. Skáldið/leikarinn - Hjalti Rúnar Jónsson
Leiklestur á Köngulónni, Við lestur framhaldssögunnar og Amalíu eftir Odd Björnsson var haldinn í Hannesarholti 15. og 17. febrúar 2019,
Þórunn Magnea Magnúsdóttir leikstýrði.
Leikarar:
Köngulóin: Sigurður Skúlason, Kjartan Darri Kristjánsson, Orri Huginn Ágústsson og Kristín Pétursdóttir
Við lestur framhaldssögunnar: Jakob S. Jónsson, Ólafur Ásgeirsson og Kjartan Darri Kristjánsson. Amalía: Sigurður Skúlason, Jóhanna Norðfjörð og Kristín Pétursdóttir
Tora Victoria gerði hljóðmynd.
Oddur Björnsson (25. október 1932 – 21. nóvember 2011) var einn helsti módernistinn í íslenskri leikritun. Hann lærði leikhúsfræði við Háskólann í Vínarborg 1954-1956 og samdi í kjölfarið fjölmörg leikrit sem hafa verið sett upp á sviði, flutt í útvarpi eða sjónvarpi og nokkur gefin út á prenti. Jafnframt leikritun starfaði Oddur sem rithöfundur og sem leikstjóri við Þjóðleikhúsið, Leikfélag Akureyrar og RÚV. Oddur hlaut menningarverðlaun DV árið 1981 fyrir leikstjórn á Beðið eftir Godot og heiðursverðlaun Grímunnar í júní 2011 fyrir framúrskarandi ævistarf í þágu leiklistar.
Það var við hæfi, að á 100 ára afmæli fullveldis Íslands að konur skoðuðu hlut Fjallkonunnar í sögulegu samhengi. Máti Fjallkonuna við baráttu kvenna gegnum tíðina. Það var slegið bæði á hátíðlegar og gamansamar nótur. Er Fjallkonan einungis fríð eða getur hún haft hátt ? Því var svarað í sýningunni í ljóði, með tónum og tali.
Handrit: Helga Thorberg, Leikstjóri: María Sigurðardóttir, Tónlist: Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Hreyfingar: Ásdís Magnúsdóttir, Búningar: Helga Björnsson, Aðstoð við búninga: Rannveig Eva Karlsdóttir.
Leikarar: Halla Margrét Jóhannesdóttir, Helga Thorberg, Lilja Þórisdóttir, Margrét Rósa Einarsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Salvör Aradóttir, Þórey Sigþórsdóttir
Sýningin var haldin í Þjóðleikhúskjallaranum þann 2. og 3. nóv. 2018, og var hluti af opinberri dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands sjá www.fullveldi1918.is.
Konur skelfa, klósettdrama í tveimur þáttum eftir Hlín Agnarsdóttur var leiklesið í Hannesarholti miðvikudaginn 24.október n.k. kl. 20.00, og sunnudag 28. okt. kl. 16. Leikritið var leikið í Borgarleikhúsinu 1996-1997 og sýnt 75 sinnum. Það var einnig flutt í sjónvarpi 1998 á Stöð 2.
Leikritið fjallar um fimm konur sem fara út að skemma sér í Reykjavík og hittast af og til á kvennaklósetti skemmtistaðarins. Þar trúa þær hver annarri fyrir löngunum sínum og tilfinningum en rata líka í ýmis vandræði þegar áfengismagnið í blóðinu eykst og músíkin verður háværari. Hljómsveitin Skárrenekkert gerði músíkina við verkið sem síðan var gefin út.
Hlín Agnarsdóttir leikstýrði verkinu á sínum tíma en hlutverkin voru leikin af Önnu Elísabetu Borg, Ástu Arnardóttur, Kjartani Guðjónssyni, Maríu Ellingsen, Steinunni Ólafsdóttur og Valgerði Dan. Þessi sami hópur að steig á stokk í Hannesarholti og lásu verkið á degi Sameinuðu þjóðanna 24.október n.k. Undantekningin á hópnum var að Sigrún Gylfadóttir kom í stað Ástu Arnardóttur.
Þórunn Magnea Magnúsdóttir hafði umsjón með lestrinum.
Leikritið var frumsýnt árið 1970, sama ár og Rauðsokkahreyfingin var stofnuð. Það fjallaði um um stöðu kvenna á þeim tíma og reyndist mikilvægt innlegg í þá baráttu. María Kristjánsdóttir leikstýrði. Árni Ibsen sagði að hér hafi kveðið „við nýjan tón og hafði ekki áður í íslenskum leikskáldskap verið fjallað jafn eindregið um þjóðfélagslega stöðu kvenna.
Leiklesturinn í Hannesarholti:í mars 2018:
Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
Höfundur: Svava Jakobsdóttir
Leikarar: Anna Einarsdóttir, Arnar Jónsson, Guðbjörg Thoroddsen, Hanna María Karlsdóttir, Jón Magnús Arnarson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigurður Skúlason.
Verkefnastjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
eftir Svövu Jakobsdóttur. Leikritið var frumsýnt I Iðnó árið 1976. Briet Héðinsdóttir leikstýrði..
Er höfundurinn, Svava Jakobsdóttir, var innt eftir efnisþræði leikritsins, sagði hún verkið vera eins og leynilögreglusógu, ekki mætti segja söguþráðinn, þvl þá væri öll spenna farin. Þó sagðist hún eins og I leynilögreglusögunum, reyna að finna þann seka i lokin, ef einhver reyndist þá sekari en annar. Leikritið gerist á heimili einu konunnar I leikritinu, I islenzku umhverfi á þeim tímum. Lýsir leikritið viðbrögðum konunnar við hinar ýmsu aðstæöur, í voldugu karlasamfélagi.
Leiklesturinn í Hannesarholti í Apríl, 2018:
Leikstjóri: María Kristjánsdóttir
Leikarar: Guðrún Gísladóttir, Sigurður Skúlason, Arnar Jónsson og Jakob S. Jónsson
Verkefnastjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Frumsýnd árið 1983
"Í verkinu kynnumst við verkfræðingi sem hefur byggt rammgert kjarnorkubyrgi í kjallara húss síns, fyllt það vistum til nokkurra vikna dvalar og krefst þess af konu sinni að þau haldi „lokaæfingu“ í byrginu til að vera fullkomlega búin undir það versta. Með öðrum orðum þá læsa hjónin sig inni til að vera „örugg“ fyrir ímynduðum óvini"
Leiklesturinn í Hannesarholti í apríl, 2018
Höfundur: Svafa Jakobsdóttir
Leikstjóri Jakob S. Jónsson
Leikarar: Þórey Sigþórsdóttir, Íris Tanja Flygenring og Valdimar Örn Flygenring.
Verkefnisstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
Eldhús eftir máli, hversdagslegar hryllingssögur Svövu og Völu
Árið 2005 réði Þjóðleikhúsið réð Völu Þórsdóttur til að skrifa leikverk sem byggir á nokkrum af þekktustu smásögum Svövu og er nefnt eftir einni þeirra. Einnig liggja smásögurnar Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg leikverkinu til grundvallar. Ekki er um eiginlega leikgerð að ræða, heldur er leikverkið innblásið af sagnaheimi Svövu Jakobsdóttur.
Leiklesturinn í Hannesarholti
Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikendur: Björn Ingi Hilmarsson, Hanna María Karlsdóttir, Íris Tanja Flygenring, Jakob S.Jónsson, Jóhanna Norðfjörð, Júlía Hannam, Kjartan Darri Kristjánsson, María Sigurðardóttir og Sigurður Karlsson.
eftir Sellu Páls var leiklesið í Hannesarholti þann 22. feb 25. feb og 11. mars 2018..
Leikritið Kvennaráð fjallar um Þorgerði, áttræða ekkju sem var stoð og stytta áhrifamikils manns í fimmtíu ár og nú vill hún breyta til. Samband hennar við einkadótturina, forstjórann Birnu, er þvingað vegna tengdasonarins sem ekkjan grunar um græsku. Er ekkjan fer að taka á eigin málum bregst Birna illa við og ásakar hina víetnömsku heimilishjálp Kim um samsæri. En þegar Birna þarf a glíma við örðugar aðstæður koma móðir hennar og Kim henni á óvart.
Leikstjóri: Sveinn Einarsson. Höfundur: Sella Páls. Hönnuður: Helga Björnsson
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Lieu Thuy Ngo. Leiklesturinn var styrktur af Reykjavíkurborg.
Leiklestur á nýju leikriti eftir Sellu Páls var haldinn í Tjarnarbíó þ. 25. okt. 2017 kl. 19:30.
Allt í plús er nýtt leikrit sem fjallar í léttum dúr um óvenjulegt stefnumót milli manns og áfengisráðgjafa en þau kynntust fyrir ári þegar maðurinn var í meðferð. Hann hafði þá hlaupið á sig og trúað henni fyrir skaðlegu leyndarmáli. Á stefnumótinu kemur í ljós að hvorugt þeirra er óvant slægð og að lokum taka þau óhefðbundna ákvörðun.
Höfundur: Sella Páls
Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikarar: Árni Pétur Gunnarsson og Júlía Hannam
Tæknistjóri: Hafliði Emil Barðason
Leiklesturinn var styrktur af Reykjavíkurborg.
Sýningin Konur og krínólín var frumsýnd 17. júní 2017 fyrir troðfullu húsi og sló rækilega í gegn. Tvær sýningar fylgdu þann 3. september. Fjórða sýningin verður haldin í lok september 2017.
Sýningin býður upp á lauflétt innlit í tískuheim liðinnar aldar frá 1890 - 1990. Frá krínólíni til rasspúða, frá efnislitlum Charleston-kjólum til tjull-kjóla í ætt við rjómatertur og konfektkassa, frá „the little black dress“ til Hagkaupssloppsins.
Þær sem taka þátt og eiga hlut í sýningunni eru: Ásdís Magnúsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Elín Edda Árnadóttir, Guðbjörn Thoroddsen, Guðrún Þorvarðardóttir, Helga Björnsson, Ingveldur E. Breiðfjörð, Júlía Hannam, Kolbrún Halldórsdóttir, Kristín B. Thors, Lilja Þórisdóttir, María Reyndal, María Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Rósa Guðný Þórisdóttir, Salvör Aradóttir og Vilborg Halldórsdóttir.
Leikrit eftir Huldu Ólafsdóttur var leiklesið í Iðnó laugardaginn 2. september og mánudaginn 4. september
Þrjár kynslóðir mætast og horfast í augu við leyndarmál sem legið hafa undir sléttu og hamingjuríku yfirborði áratugum saman. Ekki er allt sem sýnist!
Persónur og leikendur:
Una - Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Dísa - Guðlaug María Bjarnadóttir
Lilja - Bryndís Petra Bragadóttir
Thelma - Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm
Leikstjóri - Hulda Ólafsdóttir
Ljóðadagskráin Konur með penna, var flutt kl. þann 4. og 5. desember í Iðnó. María Sigurðardóttir, leikkona og leikstjóri tók saman í tilefni af 90 ára afmæli Kvenréttindafélags Íslands árið 1997. Fjölbreytt dagskrá þar sem fjallað var um nokkrar íslenskar skáldkonur og verk þeirra. Meginuppistaðan í dagskránni voru skáldkonurnar Guðný frá Klömbrum og Ólöf frá Hlöðum, en sagt verður frá ólíkum uppvexti þeirra og lífshlaupi. Ólöf var alin upp í mikilli fátækt, en Guðný á efnuðu menningarheimili, en endaði síðan æfi sína í sárri niðurlægingu eftir að maður hennar hafði yfirgefið hana og ráðstafað bæði börnum hennar og eigum.
Við kynntumst Guðfinnu frá Hömrum og heyrðum hluta úr skáldsögu eftir Kristínu Sigfúsdóttur.
Flytjendur: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Guðbjörg Thoroddsen, og Sunna Borg
Þann 31. október 2016 var haldinn sviðsettur leiklestur á hinu vinsæla leikverki Stúdentaleikhússins frá 1984
Hippar, frjálst kynlíf, verkalýðs-, kvenna- og friðarbarátta, þetta allt - og meira til - má finna í ævisögu Guðmundar, sem lætur ekki deigan síga.
Upphaflegi leikhópurinn - aðeins eldri - ásamt nýjum frjóöngum tóku þátt í þessum bráðfyndna leikriti eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur með söngvum við tónlist Jóhanns G Jóhannssonar undir styrkri stjórn Þórhildar Þorleifsdóttur.
Sjáið myndir frá 1984 á Facebook síðu viðburðarins hér
Ef þið misstuð af Láttu ekki deigan síga Guðmundur árið 1984, má lesa skemmtilega grein "Þú getur kallað þetta karlfyrirlitningu ef þú vilt" sem var í Þjóðviljanum 23. júní 1984.
Leiklestur á nýju leikriti í Iðnó 17. og 18. apríl 2016. Sjáum við fortíðina í raunsæju ljósi?
Á dánarbeðinu ætlast eiginmaðurinn til þess að konan sem ætíð hefur verið honum svo góð fyrirgefi sér. En þegar hún kemst að því hvað það er sem hún á að fyrirgefa er það ekki sjálfgefið...
Höfundur: Sella Páls
Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikarar: Ragnheiður Steindórsdóttir,
Rósa Guðný Þórsdóttir og Haukur Valdimar Pálsson
Leiklestur í Iðnó 28. og 29. feb og 14. mars 2016
Þrjár ólíkar konur með drauma, vonir, sorgir og vonbrigði yfir því að lífið fór eins og það fór.
Fyrir tuttugu árum voru sýndir í Þjóðleikhúskjallaranum einleikirnir Bóndinn, Dóttirin og Slaghörpuleikarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur í leikstjórn Sigríðar Margrétar Guðmundsdóttur.
Í frumuppfærslunni voru eintölin leikin hvert fyrir sig sem sjálfstæðir þættir en við endurupptekninguna hefur leikhópurinn farið þá leið að klippa hvern þátt í sundur og flétta aftur saman sem einþáttung en þó heldur hver einleikur (eintal) sjálfstæði sínu.
Einleikirnir voru á sínum tíma samdir upp úr viðtölum sem Ingibjörg hafði við þrjár konur og efnið byggir á lífi þessara kvenna.
Höfundur: Ingibjörg Hjartardóttir
Leikstjóri:Sigríður Margrét Guðmundsdóttir
Persónur og leikendur: Bóndinn: Guðbjörg Thoroddsen,
Dóttirin: Guðlaug María Bjarnadóttir,
Slaghörpuleikarinn: Elva Ósk Ólafsdóttir
Lýsing og tæknileg aðstoð: Guðmundur Felixson og Stefán Ingvar Vigfússon
Gjörningur í Hörpu til styrktar flóttafólki 29. nóv. 2015
Fyrir 2400 árum skrifaði gríska leikskáldið Evripídes leikrit um flóttakonur, Trójudætur, sem á ískyggilega mikið erindi við samtímann. Gjörningurinn í Hörpu var byggður á þessum forna harmleik til styrktar flóttafólki dagsins í dag. Aðgangur var ókeypis en áhorfendur voru hvattir til að styrkja Rauða krossinn sem var á staðnum með söfnunarkassa.
Fram komu: Helga E. Jónsdóttir, Lilja Þórisdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðrún Þórðardóttir, Kolbrún Erna Pétursdóttir, sem allar léku í sýningunni í Iðnó 1995, ásamt leikkonunum Önnu Kristínu Arngrímsdóttur, Esther Talíu Casey og Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur, Margréti Friðriksdóttur 8 ára og Friðriki Friðrikssyni. Björk Jónsdóttir, Signý Sæmundsdóttir og Jóhanna Þórhallsdóttir fluttu tónlist Leifs Þórarinssonar við trommuslátt Stínu Bongó. Búningar: Helga Björnsson. Hreyfingar: Lára Stefánsdóttir. Aðstoð: Þórhallur Sigurðsson.
Frumsaminn sundlaugaleikur
Höfundur og leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Útlit: Rebekka A. Ingimundardóttir
Leikarar: Anna Kristín Arngrímsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Elva Óska Ólafsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Guðbjörg Thoroddsen
Ljóðin hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur 22. og 23. mars 2015 í Iðnó
„Við erum að leika okkur að ljóðunum hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur,“ segir Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri sem ætlar að stjórna leikdagskrá í Iðnó á sunnudaginn. Þar verða, auk hennar, sjö konur úr hópnum Sviðslistakonur 50+ og tvær tónlistarkonur að auki.
„Það er alls ekki þannig að hver konan af annarri standi upp og lesi ljóð heldur eru þau sungin og brotin upp og flutt með margvíslegum hætti,“ lýsir Þórhildur og segir skáldið Vilborgu ekkert skipta sér af flutningnum.
„Þetta er samt allt gert með hennar góðfúslega leyfi og hún mætir örugglega ef hún getur.
Þessi viðburður heitir á fésbókinni Vilborgargjörningur en Þórhildur kveðst leggjast gegn því nafni. "Mér finnst það svo ó-Vilborgarlegt," segir hún. Við köllum bara dagskrána Enn hefur mig dreymt.“
Flytjendur eru Edda Þórarinsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir, Jórunn Sigurðardóttir, Ólöf Sverrisdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir og Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Tónlistin er eftir Jóhönnu Þórhallsdóttur söngkonu sem flytur hana ásamt leikkonunum og Arnhildi Valgarðsdóttur tónlistarkonu. Leikmynd og búninga gerir Rebekka Ingimundardóttir.
Frumsýning á Enn hefur mig dreymt verður klukkan 17 á sunnudag og önnur sýning er klukkan 20 á mánudaginn, 23. mars.
„Þarna koma saman sér til skemmtunar konur sem eru yfir fimmtugt – skuggaverur samfélagsins,“ segir Þórhildur sposk. „Ég get lofað því að þær verða öðrum til skemmtunar líka.“
Leikhúslistakonur 50 plús kynna: "svo grætur garðurinn laufi", ljóðakvöld í Iðnó
Edda Þórarinsdóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Lilja Þórisdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir og Vilborg Halldórsdóttir flytja ljóð Nínu Bjarkar Árnadóttur, ásamt tangóhljómsveitinin Mandólín, sunnudaginn 14. febrúar kl. 17 og mánudaginn 15. febrúar kl. 20 í Iðnó.
Leikstjóri: Þórunn Magnea Magnúsdóttir
Leikmynd og búningar: Helga Björnsson.
Sjá viðburðinn á Facebook hér https://www.facebook.com/events/1961811240709652/?active_tab=discussion&locale=is_IS
Frumsamið leikrit. Leiklestur í Iðnó þ. 16. feb. 2015
Höfundur og leikstjóri: Sella Páls
Leikarar: Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Waraporn Chance
Aðstoðarmaður leikstjóra: Vilborg Halldórsdóttir
Gjörningur byggður á ljóðum Steinunnar Sigurðardóttur
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Umgjörð og útlit: Helga Björnsson
Tónlist: Johanna V. Thorhallsdottir og Arnhildur Valgarðsdóttir,
Leikarar:
Bryndis Petra Bragadottir, Guðlaug María Bjarnadóttir, Lilja Þórisdóttir, Ragnheiður Steindórs, Rósa Guðný Þórsdóttir, Salvör Aradóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Thorey Þórey Sigþórsdóttir, Þórunn Magnea Magnúsdóttir.
20. nov. 2014 í Iðnó.
Opinn leiklestur á nýju íslensku leikriti, Mannasiðum eftir Maríu Reyndal, var haldið í Iðnó. Boðið var upp á umræður á eftir þar sem áhorfendur fengu tækifæri til að hafa áhrif á mótun verksins.
Leikarar voru Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Hilmir Jensson og Tinna Þorvalds Önnudóttir.
13. okt. 2014 í Iðnó
Ljóð eftir Þórunni Magneu Magnúsdóttur, Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur og Vilborgu Halldórsdóttur
Höfundar fluttu ljóðin