Hópurinn Leikhúslistakonur 50+ var stofnaður óformlega af Margréti Einarsdóttur, Maríu Reyndal, Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur í lok ágúst 2014 í þeim tilgangi að setja á svið áhugaverða viðburði sem gætu haft áhrif og breytt viðhorfum fólks til þátttöku eldri kvenna í listum. Hópurinn stækkaði fljótt og þegar félagið Leikhúslistakonur 50+ var formlega stofnað þann 21. mars 2016 voru stofnfélagar 60 talsins.
Stofnandinn, Margrét Rósa Einarsdóttir, sem rak Iðnó, bauð hópnum húsnæði til að æfa í og sýna, og var þar miðstöð hópsins þar til haustið 2017. Eins og sjá má á viðburðarsíðu félagsins , voru margir viðburðir sviðsettir í Iðnó frá 2014 til 2017. Síðan þá hefur félagið sviðsett viðburði í Tjarnarbíó, í Hannesarholti og í Þjóðleikhúskjallaranum.
Stjórn félagsins Leikhúslistakonur 50+ frá 1. sept. 2019
Edda Björgvinsdóttir, Edda Þórarinsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Júlía Hannam, Þórey Sigþórsdóttir
Stjórn félagsins Leikhúslistakonur 50+ frá 26. apríl 2018
Þórey Sigþórsdóttir, formaður, Júlía Hannam, gjaldkeri, Edda Þórarinsdóttir, ritari, Rósa Guðný Þórsdóttir, meðstjórnandi, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, meðstjórnandi
Stjórn félagsins Leikhúslistakonur 50+ frá 26. apríl 2017 til 25. apríl 2018
Rósa Guðný Þórsdóttir, formaður, Júlía Hannam, gjaldkeri, Helga Thorberg, ritari, Edda Þórarinsdóttir, meðstjórnandi, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, meðstjórnandi
Stjórn félagsins Leikhúslistakonur 50+ frá stofnun til 26. apríl 2017
Edda Björgvinsdóttir - formaður, Þórunn Magnea Magnúsdóttir - gjaldkeri, Sesselja (Sella) Pálsdóttir - ritari, Júlía Hannam - meðstjórnandi, Edda Þórarinsdóttir - meðstjórnandi.
13. okt. 2014 – LJÓÐIN OKKAR "LJÓÐIN OKKAR" voru flutt með dramatískri snerpu við fiðluundirleik af Vilborgu Halldórsdóttur, Þórunni Magneu Magnúsdóttur, Guðlaugu Maríu Bjarnadóttur og Hlíf Bente Sigurjónsdóttur.
1. des. 2014 Sál mín var dvergur á dansstað í gær Gæðakonur flytja ljóðagjörning byggðan á ljóðaheimi Steinunnar Sigurðardóttur.
16. febrúar 2015 Erfðagóssið Leiklestur á frumsömdu leikriti eftir Sellu Páls.
22. mars og 23. mars 2015 Enn hefur mig dreymt... Ljóðin hennar Vilborgar Dagbjartsdóttur
19. okt. 2015 ONÍUPPÚR ONÍUPPÚR er sundlaugarleikur eftir Hlín Agnarsdóttur sem hefur gengið í gegnum margskonar þróunarskeið allt frá árinu 2007.
29. nóv. 2015 Konur í stríði, gjörningur til styrktar flóttafólki Fyrir 2400 árum skrifaði gríska leikskáldið Evripídes leikrit um flóttakonur, Trójudætur, sem á ískyggilega mikið erindi við samtímann. Sunnudaginn 29.nóvember verður fluttur 20 mínútna gjörningur í Hörpu byggður á þessum forna harmleik til styrktar flóttafólki dagsins í dag.
15. febrúar 2015 Svo grætur garðurinn laufi Ljóðadagskrá með ljóðum Nínu Bjarkar Árnadóttur
24. feb. 2016 Bóndinn, Dóttirin og Slaghörpuleikarinn eftir Ingibjörgu Hjartardóttur
17. og 18. apríl 2016 Fyrirgefningin - Frumsamið leikrit eftir Sellu Páls.
31. okt. 2016 Láttu ekki deigan síga Guðmundur, eftir Eddu Björgvins og Hlín Agnarsdóttur
4. og 5. des. 2016. Konur með penna. Leikstjóri María Sigurðardóttir
17. júní og 3, sept 2017 Konur og Krínólín Innlit í tískuheim liðinnar aldar eftir Eddu Björgvins og fleiri
2. og 4. sept. 2017. Una leikrit eftir Huldu Ólafsdóttur.
25. okt. 2017 Allt í plús. Frumsamið leikrit eftir Sellu Páls
22. og 25. feb. 2018 Kvennaráð eftir Sellu Páls
25. mars 2018 Hvað er í blýhólknum? eftir Svövu Jakobsdóttur
4. og 8. apríl 2018 Æskuvinir eftir Svövu Jakobsdóttur
15. og 18. apríl 2018 Lokaæfing eftir Svövu Jakobsdóttur
22. apríl 2018 Eldhús eftir máli. Eftir Svövu Jakobsdóttur
24. og 28. okt. 2018 Konur skelfa eftir Hlín Agnarsdóttur
2. og 3. nóv. 2018 Fjallkonan Fríð - eða hefur hún hátt? Handrit eftir Helgu Thorberg
15. og 17. feb. 2019 Köngulóin, Við lestur framhaldssögunnar og Amalía eftir Odd Björnsson
7. mars 2019 Dansleikur eftir Odd Björnsson
28. og 31. mars 2019 Eftir konsertinn eftir Odd Björnsson
26. og 28. apríl 2019 Þrettánda krossferðin eftir Odd Björnsson
12. og 15. maí 2019 Dansandi ljóð Gerðar Kristnýjar. Handrit eftir Eddu Þórarinsdóttur