lauk Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur 1968 og lék hjá LR m.a. Ástu í Dal í Skugga Sveini. 1968 lék titilhlutverkið í Romm handa Rósalind eftir Jökul Jakobsson, fyrsta leikriti sem tekið var upp í stúdíói sjónvarpsins. 1973 – 2011 á föstum samningi hjá Þjóðleikhúsinu og lék þar m.a. Regan í Lé konungi, Kassöndru í Óresteiu, Arkadinu í Mávinum og fyrir hlutverkið Jelenu í Kæra Jelena og Lottu í Stór og smár fékk hún Menningarverðlaun DV. Hún er lærður leiklistarkennari og hefur hlotið Stefaníustjakann fyrir störf sín að leiklist. Af hlutverkum utan Þjóðleikhússins má nefna Maríu Callas í Master Class á sviði Íslensku Óperunnar í Gamla bíói. Hefur leikið í mörgun sjónvarpsleikritum, kvikmyndum og á annað hundrað hlutverka í útvarpi. 2014 lék í Ferjunni í Borgarleikhúsinu og í Róðarí í Tjarnarbíói.
Var í Íslenska dansflokknum í 19 ár. Dansaði mörg burðarhlutverk á ferlinum t.d. í Tófuskinninu, Giselle, Fröken Júlíu, Öskubusku, Adam og Evu ofl. Tók í 25 ár þátt í fjölda uppfærslum Þjóðleikhússins á söngleikjum, óperum og óperettum auk margra leiksýninga. Hefur dansað í sjónvarpsþáttum og samið dansverk fyrir sjónvarp og leikhús. Fór í sýningarferðir með Íslenska dansflokknum til Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Dansaði á þremur galasýningum í Hollandi á afmæli Tans forum dansflokksins og tók þátt í Listdanskeppni í Bolshoi í Moskvu. Tók þátt í ,,List um landið“ og ,,Menntastefnu Færeyja“ áður en Íslenski dansflokkurinn var stofnaður. Kenndi við Listdansskólann samtals í 10 ár. Kenndi tvö námskeið í söngleikjadönsum við Leiklistarskóla Íslands. Er magister í guðfræði og skrifaði MA ritgerð um guðsmynd Íslenskra samtímalistamanna.
útskrifaðist sem leikari úr Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavíkur og lék í framhaldi af því fjölmargar sýningar hjá LR t.d.Saumastofunni eftir Kjartan Ragnarsson og Skáld- Rósu eftir Birgi Sigurðsson - og leikstjóraferillinn hófst þar með rithöfundinum Olgu Guðrúnu og meðlimum Smáhópsins. Í Borgarleikhúsinu stýrði ég m.a. Ronju eftir Astrid Lindgren og Ljóni í síðbuxum eftir Björn Th. Björnsson. Einnig hef ég leikstýrt hjá LA. Af erlendum vettvangi má nefna leiksýningar í Þórshöfn í Færeyjum, Klaksvík í Færeyjum og við Wasa leikhúsið í Finnlandi.
útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands 1986. Hefur leikið í öllum atvinnuleikhúsum landsins, sem og atvinnuleikhópum. Meðal annars, Ísbjörgu í " Ég heiti Ísbjörg ég er ljón", Línu í "Lína Langsokkur", og nú síðast á þessu ári mamman, í " Gripahúsið". Hefur leikið, dansað og sungið í mörgum söngleikjum, óperettum og óperum, 'Islenskum sem og erlendum. Má þar nefna, " Leðurblökuna", " Trójudætur", "Land míns föður", " Síldin kemur, síldin fer", " Evu Lúna" og " Anní". Einnig leikið í kvikmyndum, sjónvarpi og útvarpi. Má þar nefna kvikmyndirnar, " Börn Náttúrunnar", " The Juniper Tree" og " Days of Gray". Var einn af stofnendum " Dansflokks J.S.B." sem var með danssýningar á Hótel Sögu, og einnig út um allt land. Hefur einnig kennt leiklist, leikfimi og dans, meðal annars í Kramhúsinu.
útskrifaðist frá leiklistarskóla Íslands 1978. Hún starfaði árin 1978 – 2015 við Þjóðleikhúsið, Borgarleikhúsið, Leikfélag Akureyrar, Leikfélag Íslands, Leikhúsmógúlinn, Leikfélagið Destiny, fjölmörg sjálfstætt starfandi leikhús, kvikmyndir og sjónvarp. Edda var í Stjórn Leiklistarráðs 1996 – 2000 og Framkvæmdastjóri Sumarleikhúss Sólheima 2002 – 2004. Edda hefur einnig rekið eigið leikhús (GEB slf. Gríniðjan, List og Fræðsla, Fræðsluleikhúsið, Eddan, GEB slf.) og að auki leikið, leikstýrt og samið efni fyrir velflesta starfandi ljósvakamiðla á Íslandi. Nægir að nefna fjölmörg áramótaskaup þar sem Edda hefur verið höfundur, leikari og leikstjóri. Hún hefur unnið fyrir leikhús, kvikmyndir, hljóðvarp og sjónvarp frá útskrift úr leiklistarskóla.
útskrifaðist sem leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1977. hún hefur leikið í flestum leikhúsum landsins auk þess í sjónvarpi, útvarpi og í kvikmyndum. Samdi og sviðsetti leikrit um sögu heyrnarlausra á Íslandi sem sýnt var á menningarhátíð heyrnarlausra á Norðurlöndum í Þjóðleikhúsinu 1986. Samdi og leikstýrði einnig fyrir Halaleikhópinn, sem er leikfélag fatlaðra. Hefur sviðsett fjölda leiksýninga víða um land. Starfað einnig sem forstöðukona á heimili fyrir konur, sem koma úr áfengis og vímuefnameðferð.
útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1982 og fór síðan til náms í látbragðsleik hjá Jacques Lecoq í París. Hefur leikið í flestum leikhúsum landsins, Þjóðleikhúsinu, L.R., L. A., Egg-leikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og Frú Emilíu, í sjónvarpi og kvikmyndum. Vann við dagskrárgerð hjá RÚV í beinum útsendingum á Rás 2 og með unna viðtalsþætti á Rás 1. Lærði kvikmyndaleikstjórn og kvikmyndatöku við New York University og hefur leikstýrt ótal stuttmyndum, m.a. stuttmyndinni Bjargvættur, sem vann til 26 verðlauna um allan heim og var tilnefnd til Edduverðlauna fyrir bestu leikstjórn og stuttmynd ársins. Skrifar kvikmyndahandrit og vinnur við þýðingar.
Stúdentspróf frá MR. 1976. Leikari frá Leiklistarskóla Íslands, 1981. Kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands, 2003
Diplóma á meistarastig í Jákvæðri Sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Situr í stjórn Félags um Jákvæða Sálfræði.
Guðbjörg Thoroddsen er með MA og ME gráðu í leiklist og kennslu. Hún hefur leikið fjölda hlutverka, aðallega á sviði en einnig kvikmynda-, sjónvarps- og útvarpshlutverk. Auk þess hefur hún kennt leiklist og leikstýrt. Guðbjörg er höfundur Baujunnar, sjálfstyrkingu sem byggir á tilfinningavinnu og meðvitaðri öndun. Hún hefur 40 ára reynslu af kennslu, ráðgjöf og meðferðarstarfi auk leiklistarinnar en þar af hefur hún í 20 ár unnið svo til með Baujuna eingöngu. Hægt er að kynna sér aðferðina og skoða leikferilskrá Guðbjargar www.baujan.is
Guðrún Þórðardóttir útskrifaðist frá Leiklistarskóla Íslands 1974. Fyrstu árin eftir útskrift lék hún ýmis hlutverk hjá Þjóðleikhúsinu og starfaði einnig með frjálsum leikhópum. Hún vann líka við þáttagerð fyrir Ríkishútvarpið um árabil. 1986 varð hún dagskrárstjóri innlends barnaefnis á Stöð tvö og vann hún við framleiðslu og talsetningu á barnaefni fyrir ýmsa miðla til ársins 2007. Guðrún sást síðast á sviði í Iðnó árið 2011 í Tilbrigði við stef eftir Strindberg. Hún lauk námi í kennslufræðum með BS gráðu frá Listaháskóla Íslands 2008 og starfar nú sem Grunnskólakennari. Hún leikur í Kvennaráðum sem frumsýnt verður í Iðnó þ. 17. sept. 2017.
Lauk námi í fatahönnun og teikningu frá Les Arts Décoratifs í París. Starfaði í rúm 20 ár sem aðalhönnuður í Haute Couture við tískuhúsið Louis Féraud í París. Hönnun á fatnaði og ýmsum fylgihlutum fyrir Íslensk fyrirtæki t.d. Gerðarsafn (bolir , skartgripir og ýmsar aðrar vörur) , Symfónía Íslands ( kjólar), Eggert feldskeri (skinnkápur fyrir tískusýningu árið 2013).
Hönnun á leikbúningum fyrir Þjóðleikhúsið og Íslensku Óperuna: Sikitromma Atla Heimis Sveinssonar, Óreisteia Aeskilosar, Hjálparkokkar Furths. Aurasálin eftir Moliere, Edda.ris með leikhópnum Bandamenn, Cavalleria Rusticana og Pagliacci hjá Íslensku Óperunni, Íslandsklukka Halldórs Laxness og Svartur hundur prestsins eftir Auði Övu Ólafsdóttur.
Hún stundaði nám í leiklistarfræðum og leikstjórn í Stokkhólmi og London. Hún hefur skrifað fjölda leikrita sem hafa notið vinsælda eins og Láttu ekki deigan síga, Guðmundur (1984 ásamt Eddu Björgvinsdóttur) Karlar óskast í kór (1989), Alheimsferðir, Erna (1993) og Konur skelfa (1996)sem sýnt var 75 sinnum í Borgarleikhúsinu. Hlín hefur einnig skrifað fyrir útvarp og sjónvarp m.a. sjónvarpsþáttaraðirnar Aðeins einn (1997) og Svannasöngur (1998). Hlín hefur einnig leikstýrt fjölda leiksýninga bæði með atvinnu-og áhugafólki, kennt og skrifað um leiklist til fjölda ára. Hlín hefur skrifað tvær skáldsögur Hátt uppi við Norðurbrún og Blómin frá Maó og eina sjálfsævisögulega bók Að láta lífið rætast sem var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003. Hlín lauk meistaraprófi í Almennri bókmenntafræði við HÍ 2010. Um þessar mundir gegnir hún starfi Jónasar Hallgrímssonar í ritlist við Háskóla Íslands.
Höfundur, leikstjóri og þýðandi. Á rætur í leik- og grunnskólakennslu og hefur þar lagt áherslu á leiklist, söng, dans og að segja sögur. Hún hefur þrisvar opnað nýja leikskóla og kennt almenna kennslu. Hún lauk Fil cand í leiklistarfræðum frá Háskólanum í Lundi, 1985, varð leiðsögumaður 1990 og er félagi í FLÍ frá 1992. Hulda hefur samið og leikstýrt fjölda verka (leikrit, revíur, söngleikir) hjá áhugaleikfélögum, aðallega Leikfélagi Keflavíkur. Hún leikstýrði líka söngleikjum hjá Tónlistarskóla Keflavíkur. Af leikritum hennar má nefna Hjónabönd, Erum við svona og Stöndum saman. 1985, í lok kvennaáratugarins, sviðsetti hún leiklestur á verki sínu Valkyrjunum í Þjóðleikhúskjallaranum og árið eftir var leikrit hennar Eyja, flutt í útvarpinu. Götuleikhúsverkið, Höfum við gengið til góðs?, samdi hún fyrir 75 Suðurnesjakonur og setti upp á Norrænni kvennaráðstefnu í Turku í Finnlandi 1994. Hulda gaf út barnabókina Sólskinsbarn hjá Sölku 2007.